Hvað er nýtt við þessa hugmynd?

Munurinn á hugmyndum þjónandi forystu og öðrum skyldum hugmyndum er grunnurinn, upphafsreiturinn. Grunnur þjónandi forystu er að þjóna og mæta þörfum samstarfsfólks og ná markmiðum fyrirtækisins með þeim hætti. Þjónandi forysta á samt sem áður margt sameiginlegt t.d. með umbreytandi forystu (transformational leadership) en munurinn felst í útgangspunktinum. Í umbreytandi forystu er verkefni leiðtogans fyrst og fremst að blása starfsfólkinu áhuga í brjóst og efla getu þess til að ná markmiðum fyrirtækisins. Í þjónandi forystu er upphafið og útgangspunkturinn einlægur vilji til að þjóna. Fyrsta verkefni þjónandi forystufólks er að mæta þörfum starfsfólks með skilningi og vinna með því á þann hátt að markmiðum fyrirtækisins. Tafla nr. 1 ber saman nokkra meginþætti umbreytandi forystu og þjónandi forystu.

Tafla 1. Samanburður á meginþáttum þjónandi forystu og umbreytandi forystu

Samkvæmt Greenleaf (1970 / 2008) og Bass (1996)

 

Umbreytandi forysta

Þjónandi forysta

Meginhlutverk forystufólks

Hvetja og efla starfsfólk til að ná markmiðum fyrirtækisins.

Þjóna starfsfólkinu, mæta þörfum þess og hjálpa því að blómstra og njóta sín í starfi.

Meginhlutverk starfsfólks

Uppfylla markmið fyrirtækisins og stuðla að eigin starfsþróun.

Vaxa að kunnáttu og visku, verða frjálsari og meira sjálfráða.

Texti: Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Dr. Sigrún Gunnarsdóttir

Meira um þjónandi forystu:

Hvað er þjónandi forysta? »

Upphaf þjónandi forystu í samtíma »

Að vera þjónn og hjálpa öðrum að vera þjónn »

Miðstöð um þjónandi forystu »