Miðstöð um þjónandi forystu

Árið 1964 setti Robert K. Greenleaf á fót miðstöð um þjónandi forystu. Fyrsta heiti miðstöðvarinnar var Center for Allplied Ethics en árið 1985 fékk miðstöðin nafnið The Greenleaf Center for Servant Leadership. Markmið miðstöðvarinnar er að efla þekkingu og skilning á þjónandi forystu og stuðla að hagnýtingu hugmyndarinnar.

The Greenleaf Center for Servant Leadership er staðsett í Indianapolis. Á heimasíðu miðstöðvarinnar má finna ýmsar upplýsingar um þjónandi forystu. Meðal annars er þar fræðileg umfjöllun um þjónandi forystu, upplýsingar um þróun hugmyndarinnar og umfjöllun um notagildi hugmyndarinnar í daglegu lífi fólks.

Miðstöðin stendur árlega fyrir ráðstefnu um þjónandi forystu. Ráðstefnan höfðar til stjórnenda og forystufólks sem og fræðimanna víða um heim. Meðal þeirra sem flutt hafa erindi og stýrt málstofum á ráðstefnunum má nefna James. A. Autry, Ken Blanchard, Stephen Covey, Peter Senge og Margaret Wheatey. Árið 2007 kynnti íslenskur fræðimaður niðurstöður rannsókna sinna á ráðstefnu miðstöðvarinnar sem þá var haldin i Dallas Texas.

Miðstöðin hefur gefið út fjölda bóka um þjónandi forystu auk fréttabréfs sem sent er til meðlima. Auk þess rekur miðstöðin umboðsskrifstofu og útvegar fyrirlesara á ráðstefnur og vinnusmiðjur um þjónandi forystu. Miðstöðin stendur fyrir árlegum námskeiðum fyrir stjórnendur og leiðtoga um þjónandi forystu: Leadership Institute for Education (LIFE).

Þeir sem vilja gerast meðlimir í samtökunum eða óska eftir upplýsingum um starf miðstöðvarinnar geta sent fyrirspurn þar um til: The Greenleaf Center for Servant Leadership. 770 Pawtucket Drive, Westfield, IN, 46074.

Texti: Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Dr. Sigrún Gunnarsdóttir

Meira um þjónandi forystu:

Hvað er þjónandi forysta? »

Hvað er nýtt við þessa hugmynd? »

Upphaf þjónandi forystu í samtíma »

Að vera þjónn og hjálpa öðrum að vera þjónn »